Er á lífi

Ég vill bara láta ykkur vita kæru bloggvinir að ég er á lífi.

Ákvörðun hefur verið tekin og vinna hafin í málunum. Það eru tekin hænuskref í rólegheitum, það er betra að sprengja sig ekki á fyrstu metrunum og missa af einhverju sem skiptir máli. En stefnan er semsagt tekin fram á við, hræðslan er í hámarki en það er vonin líka.

Knús á ykkur öll.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Ertu semsagt orðin svo gömul að þú þurfir að taka það fram að þú sér enn á lífi? Ætlar þú að skrifa minningargrein um sjálfa þig þegar þú fellur frá á bloggið?

Ég vona að þér gangi vel að taka á þínum málum. 

Knús á móti.

Hannes, 22.2.2009 kl. 04:16

2 Smámynd: www.zordis.com

Gott að heyra ... það er alltaf erfiðast að taka ákvörðunin ..... Knúz og kossar yfir hafið!

www.zordis.com, 22.2.2009 kl. 11:20

3 Smámynd: Dísa Dóra

hálfnað verk þá hafið er segir máltækið og nokkuð til í því.  Eins og Zordis segir þá er ákvörðunin oftast langerfiðust.

Knús til þín og gangi þér vel

Dísa Dóra, 22.2.2009 kl. 14:55

4 Smámynd: Ómar Ingi

Gott að vita

Ómar Ingi, 22.2.2009 kl. 15:39

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Auðvitað Hannes, hver ætti svo sem að geta skrifað hana betur en ég!

Já, mikið rétt stelpur, nú er bara að vona að sú rétta hafi verið tekin. Knús og kossar á móti!

Ómar,

Sporðdrekinn, 23.2.2009 kl. 00:23

6 Smámynd: Hannes

Sporðdreki það er ekkert mál að skrifa þína eigin minningargrein þú skrifar hana bara og færð svo einhvern til að sjá til þess að hún verði birt eftir þinn dag. Það gerði þetta einn maður og fjölskyldan fékk sjokk. Hann fékk hárgreiðslumanninn sinn til að sjá um að birta hana.

Hannes, 23.2.2009 kl. 00:42

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Já nákvæmlega! Ég verð bara að fá tannlæknirinn minn til að birta hana þar sem að engan á ég hárgreiðslumanninn

Sporðdrekinn, 23.2.2009 kl. 00:53

8 Smámynd: Hannes

Ég er að pæla í að gera þetta þegar ég verð um 35ára og endurskrifa greinina árlega.

Hannes, 23.2.2009 kl. 00:57

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Árlega, þarf ekki að gera það oftar? Það getur svo margt gerst bara á einni viku!

Sporðdrekinn, 23.2.2009 kl. 01:16

10 Smámynd: Hannes

Það er rétt og svo bætir maður því bara við einni línu kannski eða ef eitthvað sérstakt gerist þá uppfærir maður oftar. Á að gera þetta?

Hannes, 23.2.2009 kl. 01:19

11 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég veit það ekki, hef reyndar oft pælt í að setja saman nokkrar línur, við sjáum til.

Sporðdrekinn, 23.2.2009 kl. 02:37

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gangi þér vel

Hólmdís Hjartardóttir, 23.2.2009 kl. 08:52

13 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk Hólmdís

Sporðdrekinn, 23.2.2009 kl. 18:38

14 Smámynd: Hannes

Það væri ekki svo vitlaust að gera það fyrst þú ert orðinn það gömul að þurfa að taka fram að þú sért enn á lífi.

Hannes, 23.2.2009 kl. 19:44

15 Smámynd: Sporðdrekinn

Maður veit aldrei hvaða dagur verður manns síðasti minn.

Sporðdrekinn, 24.2.2009 kl. 05:59

16 Smámynd: www.zordis.com

Það er bara fjör hérna ehheehhe ... Ég ætla að gera myndband sem verður spilað á breiðtjaldi! Nei i alvöru þá er lífið dýrmætt og þess ber að njóta! Halda höfði og finna dásemdirnar sem eru allt um kring.

(Sú sem þú sást hjá mér er í einkaeigu) ... algjör mistök hjá mér að merkja ekki við .....

www.zordis.com, 24.2.2009 kl. 21:27

17 Smámynd: Ein-stök

Mátti til með að senda þér auka-knús og orkubylgjur  

Gangi þér vel við það sem framundan er.

Ein-stök, 24.2.2009 kl. 21:35

18 Smámynd: Sporðdrekinn

Zordis, þú meinar að best sé að sleppa bókinni og fara beint í bíómyndina?  

Já það er málið, halda höfði og það helst hátt. Ég finn mikinn mun á mér þegar að ég get gert það, eða ég get gert það þegar að mér líður vel. Þetta er svona hringur, eða eitthvað svoleiðis. Æ Ég finn hvað ég meina en get víst ekki komið því vel frá mér

Já veistu mér datt það í hug, gat ekki verið að svona fegurð væri á lausu.

Takk Einstök mín, ég dreg andann djúpt og finn fyrir sendingu þinni beint í hjartað

Sporðdrekinn, 24.2.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband